top of page

Sameinum samfélagið okkar með lestri

Lesum saman er námsverkefni sem byggt er á lestri og á að tengja betur saman íslenska samfélagið.

people-13.png
book-04.png

Íslenska samfélagið stækkar,  fjölskyldum fjölgar frá ári til árs á Íslandi. Margar þeirra kunna ekki  íslensku eða þekkja íslenska menningu og sumar eru jafnvel ekki færar í ensku. Meðlimir íslenska vísindasamfélags hafa birt rannsóknir þar sem áhersla er lögð á erfiðleika í nám í íslensku og hækkun á brottfalli frá skóla meðal nemenda af erlendum uppruna.

Skólar þurfa fljótlega að aðlaga sig þessum breytingum, og Lesum saman hefur því að markmiði að auðvelda langtíma aðlögun nemendanna með lestraráætlun. "Heimalestur" kallast í  daglegu máli það skólanám nemenda, þar sem þeir eiga að lesa um fimm sinnum í viku heima og, eftir aldri, skrifa nokkur orð eða setningar með aðstoð fullorðinna. Hins vegar geta þessi verkefni orðið erfið og árangurslítil fyrir fjölskyldurnar þegar enginn talar íslensku á heimilinu.

boy-05.png

Í Lesum saman trúum við á gildi samfélagsaðgerða og samvinnu til að komast hjá þessum hindrunum. Við leggjum upp með það að samtengja fjölskyldur sem þurfa stuðning til að auka kunnáttu sína í íslensku, með sjálfboðaliðum sem hafa fjölbreyttan grunn í íslensku máli og nýta svo fjölbreytileikann og félagslegt samband fjölskyldnanna til hagsbóta fyrir báða aðila.

Þetta verkefni á rætur að rekja til persónulegrar og faglegrar reynslu stofnandans, Noemí Cubas Martín. Hún hefur meira en 8 ára reynslu sem kennari á Íslandi og er móður tveggja barna sem komu til landsins ung. Noemí hefur haft kost á að fylgjast með mörgum nemendum, þar á meðal eigin börnum, í námi þeirra. Á þessum ferli hefur hún orðið vitni að þeim erfiðleikum sem nemendur hafa átt við að etja við að læra íslensku í skóla, þegar þau fá ekki nægjanlegan stuðning heima fyrir.

bulb-06.png

Sumarið 2022 framkvæmdi Noemí rannsókn í samstarfi við Evu Ösp Matthíasdóttur, þar sem þær tóku viðtöl við fjölskyldur með börn sem töluðu ekki íslensku heima við. Byggt á niðurstöðum þessarar rannsóknar og fyrri reynslu Noemí, kviknaði hugmyndin um Lesum saman, með það aðalmarkmið að skapa meira uppbyggjandi námsumhverfi fyrir alla nemendur.

Við erum stolt af að kynna Lesum saman sem lausn, sem ekki aðeins þjónar hag skólanema og fjölskyldna, heldur einnig skólum og íslensku samfélagi í heild. Við spennt  yfir að sjá þau jákvæðu áhrif sem þetta verkefni getur haft á akademíska og félagslega þróun nemendanna, og vonumst til frekara samstarfs við skólameistara og stofnanir til að ná fram meira innbyggjandi og fræðandi menntun fyrir alla.

Komdu með okkur í Lesum saman til að styrkja nám í íslensku og skapa menningu menntunnar þar sem öllum nemendum ber að hafa sömu möguleika til að ná heildrænni þróun og vexti!

Aðal markmið verkefnisins eru eftirfarandi

Auka færni nemenda í íslenskri tungu, svo sem lestrarhæfni og framburði, með stuðningi við framburð og lesskilning frá sjálfboðaliðum í gegnum öll skólastig.

Með sameiginlegum lestri veitist nemendum tækifæri til að öðlast dýpri skilning á menningu og tengjast umhverfinu á dýpri hátt.

Hvetja fjölskyldur til að taka þátt í menntun barna sinna, sérstaklega í námi í íslensku.

Aðlaga sig að tilfinningalegum þörfum nemenda og fjölskyldna þeirra. Með meiri hæfni í íslensku eykst sjálfstraustið og það verður auðveldara að byggja upp tengsl við aðra í samfélaginu.

Létta álag og streitu fjölskyldna, þar sem íslenska er ekki móðurmál, með aðstoð sjálfboðaliða við að leysa heimaverkefni, og einnig veita þeim aðgang að þekkingu til að læra íslensku með börnum sínum.

Hjálpa kennurum með því að veita þeim fleiri verkfæri til að nota í gegnum öll skólaárin.

Tengja saman sjálfboðaliða og fjölskyldur með fjölbreyttan uppruna svo að allir geti bætt hvorir aðra í samfélaginu.

Styrkja íslensku tungu: með Lesum saman hjálpumst við til við að viðhalda þessari fallegu tungu og flytjum áhuga á henni til næstu kynslóða, og tryggjum þannig að hún haldi áfram að vera grunnþátturinn í íslenskri tungu, þjóðerni og menningu.

Komast hjá tungumáls hindrunum þannig að nemendur geti náð fullum árangri. Með betri kunnáttu á íslensku tryggist nemendum ekki aðeins betri samfélagsleg samskipti heldur hafi þeir jafna möguleika á félagslegum hagsmunum og að ná árangri á vinnumarkaði.

Verkefnið er í allra hagur

Við myndum elska að hafa þig með okkur í Lesum saman, til að gera samfélags netið okkar fjölbreytt og styrkja okkur með mætti orðanna. Taktu þátt í þessu áhugaverða verkefni með okkur og saman veitum við öllum nemendum tækifæri til að læra og þroskast.

ice-12.png

Hvernig virkar Lesum saman?

Um þessar mundir geta um 5000 nemendur á Íslandi hagnast beint af þjónustu okkar. Taktu þátt og hjálpaðu okkur að ná hverjum einasta einum þeirra.

Lesum saman er ókeypis tæki fyrir notendur: sjálfboðaliða og fjölskyldur. Verkefnið er í þremur einföldum skrefum, stjórnað af leiðbeinanda. Við biðjum skólann um greiðslu til að borga fyrir kostnað og tíma leiðbeinanda, samkvæmt reglunni "greiddu þegar þú getur!"

icons-08.png

Upphafsfundur

Við mætum hjá stjórnendum skólans til að kynna þjónustuna og safna upplýsingum, svo sem fjölda nemenda og fjölskyldna sem nota gögnin í skólanum, og fjölda sjálfboðaliða sem þarf og hvar er hægt að ná til þeirra.

icons-10.png

Kynning á verkefninu

Við höldum kynningu, sem stendur í um tvo tíma fyrir fjölskyldur og sjálfboðaliða, þar sem við gefum leiðbeiningar og ráðleggingar í upphafi og kynnum Facebook-hópinn ,"Lesum saman".

icons-09.png

Eftirfylgni verkefnisins

Við bjóðum upp á annan fund sem mun standa í eina klukkustund, sem nefnist "Áhugasamir lesendur". Þar ræðum við skemmtilegar og góðar aðferðir við lestur, svörum spurningum sjálfboðaliða og fjölskyldna og veitum stöðugan stuðning og endurgjöf.

Þar að auki bjóðum við upp á leiðbeiningar, námskeið, vinnustofur og ráðstefnur, bæði á staðnum og á netinu. Við erum sérhæfð í fjölmenningu og að veita námslegar lausnir bæði fyrir nemendur og fjölskyldur, sem og kennara og fræðimenn. Ef þú vinnur í skóla, frístundarstofnunum eða námsstofnun, starfar í foreldrafélagi eða menningarfélögum mismunandi þjóðerna, hafðu þá samband við okkur á tölvupósti til að fá frekari upplýsingar um dagsetningar og verð.

Um okkur

Stjórnandi verkefnisins

Stjórnandi verkefnisins: Ég heiti Noemí Cubas Martín, kennari og rannsakandi með víðtæka reynslu í kennslu. Ég er doktor í sögu, verkefnastjóri menntunar- og alþjóðaverkefna og hef unnið sem kennari á Íslandi síðan 2014.

​

Ég hef gefið út nokkrar bækur, samið bækur og tekið þátt í vísindalegum ráðstefnum á alþjóðavettvangi. Í dag er ég í þriðja meistaraprófi/doktorsprófi í fornleifafræði við Háskóla Íslands.

​

Sem móðir fjölskyldu sem byrjaði nýtt líf á Íslandi, skil ég þarfir og áskoranir sem nemendur og fjölskyldur standa frammi fyrir þegar verið er að aðlagast nýju umhverfi og læra nýtt tungumál. Þar að auki, sem kennari, skil ég mikilvægi þess að byggja menningarlegar brýr og, hvetja til fjölbreytileika í kennslustofunni, og að aðstoða nemendur við að ná hámarks árangri með skólagöngunni.

  • Facebook
Noemi_022.jpg

Tenglasafn

Þessi netföng færa okkur fjölbreytileg verkfæri og atburði sem hæfa vel til aðstoðar við íslenskunám:

01-11.png

Ókeypis netnámskeið með gagnvirkum, æfingum og leikjum, sérstaklega hönnuðum fyrir börn sem vilja læra íslensku á skemmtilegan og árangursríkan hátt.

02-11.png

Vefsíða RÚV, Ríkissútvarps Íslands, með sjónvarps- og útvarpsþætti á íslensku, leiki, fréttir og annað fræðandi efni sem henta börnum í námi og til æfingar á tungumálinu.

03-11.png

Þetta netfangi frá Stofnun íslensks máls býður upp á fjölbreytt efni og verkfæri til að læra íslensku, þar á meðal orðabækur, málfræði æfingar o.fl.

04-11.png

Þessi vefur inniheldur ljóð, ævintýri og gagnvirka leiki sem hjálpa börnum við íslenskunám á skemmtilegan og hagnýtan hátt.

05-11.png

Netfang sem býður upp á námsefni og æfingar til að læra íslensku. Sá hluti sem nefnist "Íslenska sem annað mál" er stílaður til barna og býður upp á leiki, æfingar, ljóð og önnur gagnvirk tæki til að hjálpa þeim að læra tungumálið.

07-11.png

Þessi vefsíða er stíluð til íslendinga sem eru að læra tungumálið, æfingarnar eru á mismunandi erfiðleikastigi.

06-11.png

Þessi þjónusta fyrir áskrifendur býður upp á námsefni, þar á meðal vefbækur með gagnvirkum verkefnum og skjalaskrám í pdf sniði. Hún er hönnuð til að veita aðgang að námsefni sem kennt er í íslenskum skólum, bæði fyrir íslenskumælandi og þá sem vilja læra íslensku.

08-11.png

Þetta ritvinnsluverkfæri leiðréttir texta og býður upp á fyrstu yfirferð yfir grunnreglur íslensks máls.

09-11.png

Vinsæl og skemmtileg vefsíða þar sem spurningum um vísind er svara, þar á meðal spurningum um íslenskt, mál túlkun þess og sérkenni.

11-11.png

Úrval ævintýra, þjóðsagna og annarra texta til að lesa fornar sögur og kynnast íslenskum þjóðararfi.

10-11.png

Veitir lesefni sem er á mismunandi erfileikastigi, hentugt fyrir börn í skólum til að bæta leskunnáttu á íslensku máli.

12-11.png

Hjálpar við íslenskunám með því að veita skýringar og greinanleg svör við spurningum um tungumálið, gefur dæmi og æfingar með hliðsjón af framvindu og færni þinni í tungumálinu.

Til að taka þátt í Lesum saman og stuðla að styrkingu samfélags okkar með mætti orðanna, tengist okkur hér:  Facebook Connection and News

  • Facebook

Takk fyrir að hjálpa okkur að kynna Lesum saman og styðja verkefnið okkar og vaxandi samfélag. Allar gjafir verða nýttar til samstarfs við íslenska skóla: við munum aðstoða börn og fjölskyldur við heimalestur, um leið og við styrkjum samfélagsleg bönd okkar landinu okkar, Íslandi!

​

Millifærslu  til stuðnings við verkefnið er hægt að gera á eftirfarandi bankareikning, sem tilheyrir Lesum saman verkefninu. Eða ef þið viljið heldur, þá getið þið haft samband beint í gegnum tölvupóst.


KENNITALA:  410223 0740

BANK: 537-26-011621

Hafa samband

Senda okkur skilaboð

  • Facebook
  • Instagram
  • Youtube
books2-05.png

Takk fyrir skilaboðin þín!

bottom of page